•  

Laun

Tökum að okkur launavinnslu fyrir fyrirtæki og einstaklinga í rekstri. Launavinnsla felur í sér útreikninga á launum ásamt því að öllum skilagreinum er skilað á viðeigandi stað, þ.m.t. staðgreiðslu, tryggingargjaldi, lífeyrissjóðsgreiðslum, stéttarfélagsgjöldum. Skilagreinum er skilað rafrænt og með þeim hætti fer minni tími í skil ásamt því að skilvirkni verður meiri.


Launaseðlar eru sendir í pósti, tölvupósti eða rafrænt í heimabanka launþega eða til launagreiðanda. Einnig getum við tekið að okkur að greiða út laun og launatengd gjöld fyrir aðila.