•  

Greiðsluáætlun 2019

Greiðsluáætlun 2019 er nú aðgengilega á Mínum síðum á vef Tryggingastofnunar ríkisins.


Greiðsluáætlun sýnir áætlaðar  greiðslur næsta mánaðar og yfir árið.

Líka er hægt að fá áætlun ársins á pdf-formi. Innskráning á Mínar síður er með Íslykli eða rafrænum skilríkjum.

 

Þeir sem ekki nýta sér Mínar síður geta pantað að fá greiðsluáætlunina senda á lögheimili í pósti með því að panta á tr.is eða hringja í Þjónustumiðstöð TR eða umboð um land allt.

 

Ef pantað er að fá greiðsluáætlun senda á lögheimili  má búast við 3-4 vikna biðtíma.

 

Afar mikilvægt er fyrir lífeyrisþega að fara vandlega yfir tekjuáætlun ársins til að tryggja réttar lífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins.