•  

Vaxtabætur 2019

Vaxtagjöld til útreiknings vaxtabóta miðast að hámarki við 7% af skuldum, sem stofnað hefur verið til vegna öflunar íbúðarhúsnæðis til eigin nota, eins og þær voru í árslok 2018 eða við sölu á árinu.
Vaxtagjöld eru þó að hámarki:

  • Einstaklingur  800.000 kr.
  • Einstætt foreldri  1.000.000 kr.
  • Hjón og sambýlisfólk 1.200.000 kr.

 

Vaxtabætur ákvarðast sem vaxtagjöld samkvæmt framansögðu að frádregnum 8,5% af tekjum. Þannig ákvarðaðar vaxtabætur skerðast ef eignir að frádregnum skuldum eru hærri en:

  • Hjá einstaklingi / einstæðu foreldri 4.000.000 kr.
  • Hjá hjónum og sambýlisfólki 6.500.000 kr.

 

Réttur til vaxtabóta fellur niður um leið og nettó eign verður:

  • Hjá einstaklingi / einstæðu foreldri 6.400.000 kr.
  • Hjá hjónum og sambýlisfólki  10.400.000 kr.

 

Með tekjum er átt við samanlagðar tekjur, þar með taldar fjármagnstekjur og óskattlögð laun frá alþjóðastofnunum. Reiknaðar vaxtabætur geta að hámarki orðið:

  • Einstaklingur  400.000 kr.
  • Einstætt foreldri 500.000 kr.
  • Hjón og sambýlisfólk 600.000 kr.

 

Gjaldfallin vaxtagjöld sem greidd voru á árinu teljast stofn til vaxtabóta.
Vaxtabætur skiptast jafnt á milli hjóna/sambúðarfólks.
Vaxtabætur sem eru lægri en 5.000 kr. á mann falla niður.