•  

Skattframtal 2019

Skattframtal 2019 opnar á netinu 1. mars n.k.

Þá þurfa framteljendur að kynna sér hvort allt sem máli skipti er inn á skattframtalinu á netinu eða hvort eitthvað vantar alveg.  Svo sem einhverjir frádráttarmöguleikar til lækkunar á skattgreiðslum ársins.

 

Framteljendur eru eindregið varaðir við því að skila einfaldri útgáfu af skattframtali 2019, þar sem þeir geta orðið af einhverjum frádráttarleiðum ef skattframtali er skilað án yfirferðar og nákvæmrar skoðunar.

 

Einnig geta tekjur verið ranglega skráðar of háar eða of lágar og frá greiðslum vegna verktöku má nánast alltaf draga tilfallandi kostnað vegna verktökunnar og þannig lækka skattgreiðslur oft um verulegar fjárhæðir.

 

Alltaf að skoða allt framtalið frá upphafi til enda áður en því er skilað.