Sjáum um allt sem tengist bókhaldi,
þ.m.t. færslu bókhalds, launavinnslur,
afstemmingar og skil virðisaukaskatts
fyrir rekstraraðila og fyrirtæki.


Um okkur

Bókhaldsþjónusta Smali ehf. Ísafirði var stofnuð árið 2001 af Bjarna Jóhannsyni kt. 080853-4759 Og Guðrúnu Guðmannsdóttur kt. 110553-4989 og hefur starfað óslitið síðan.

Starfsmenn Bókhaldsþjónustunnar Smala ehf. búa yfir margra ára reynslu af vinnslu skattframtala, rekstraruppgjöra, ársreikninga og ýmis konar bókhaldsvinnslum, sem nýtast einstaklingum, rekstraraðilum og lögaðilum.

Þjónusta

 • Bókhald, færsla bókhalds, launavinnslur, afstemmingar, virðisaukaskattur.
 • Skattskil, skil á launamiðum, verktakamiðum, hlutafjármiðum.
 • Laun, launaútreikningar, skilagreinar, staðgreiðsla, tryggingargjald, lífeyris- og stéttarfélagsgjöld.
 • Ársreikningar fyrir fyrirtæki, félagasamtök, húsfélög og einstaklinga.
 • Stofnun félaga - stofnsamningar og skjalagerð.
 • Ráðgjöf varðandi lífeyrissparnað, fjármögnun, lántökur, uppgreiðslu lána, endurfjármögnun lána og ótal margt annað.

Spurningar og svör

Starfsmenn

1Staðgreiðsla 2019?

Hlutföll og fjárhæðir
Skatthlutfall í staðgreiðslu samanstendur annarsvegar af tekjuskatti og hinsvegar meðalútsvari (14,44%). Skatthlutfallið er
36.94% af tekjum 0 - 927.087 kr. (þar af 22,50% tekjuskattur)
46,24% af tekjum yfir 927.087 kr. (þar af 31,80% tekjuskattur)
Skatthlutfall barna, þ.e. þeirra sem fædd eru 2004 eða síðar, er 6% (4% tekjuskattur, 2% útsvar) af tekjum umfram frítekjumark barna sem er 180.000 kr.

útvarpsgjald 2019 er kr. 17.500.-

2Persónuafsláttur 2019?

Persónuafsláttur er 677.358 kr. á ári, eða 56.447 kr. á mánuði.
Heimilt er að nýta allan (100%) ónýttan persónuafslátt maka á árinu 2019.
Einn mánuður kr. 56.447
Hálfur mánuður kr. 28.224
Fjórtán dagar kr. 25.981
Ein vika kr. 12.990

Ef launatímabil er annað en að ofan greinir skal ákvarða persónuafslátt þannig:
677.358/365 x dagafjöldi launatímabils

Sjómannaafsláttur
Sjómannaafsláttur féll niður frá og með tekjuárinu 2014.

Frádráttarbært iðgjald í lífeyrissjóð
Lífeyrisiðgjald sem halda má utan staðgreiðslu er 4% af launum eða reiknuðu endurgjaldi. Heimilt er að auki að færa til frádráttar allt að 4% vegna iðgjalda samkvæmt samningi um viðbótartryggingavernd, enda séu iðgjöld greidd reglulega til aðila sem falla undir 3. mgr. 8. gr. laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

3Tryggingagjald 2019?

Tryggingagjald er 6,60%
Sérstök trygging (0,65%) bætist við vegna launa sjómanna á fiskiskipum.
Sundurliðun:

 • Almennt tryggingagjald 5,15%
 • Atvinnutryggingagjald 1,35%
 • Gjald í Ábyrgðasjóð launa vegna gjaldþrota 0,05%
 • Markaðsgjald 0,05%
 • Samtals til staðgreiðslu 6,60%
 • Viðbót vegna slysatryggingar sjómanna á fiskiskipum 0,65%
 • Samtals af launum sjómanna 7,25%

Fjársýsluskattur er 5,5%
Fjársýsluskattur er lagður á fjármálafyrirtæki, verðbréfafyrirtæki og tryggingafélög auk Íbúðalánasjóðs. Skatthlutfallið er 5,5% og skattstofninn eru allar tegundir launa og þóknana. Skatturinn er greiddur mánaðarlega í staðgreiðslu.

4Skattkort?

Skattkort voru aflögð í byrjun árs 2016.
Á þjónustusíðu RSK, skattur.is, er mögulegt að sækja yfirlit yfir nýttan persónuafslátt ársins sem launamenn geta framvísað hjá launagreiðanda sínum, sé þess óskað. Á launamönnum hvílir nú sú skylda að upplýsa launagreiðendur sína um nýtingu persónuafsláttar það sem af er ári vilji launamaður nýta uppsafnaðan persónuafslátt eða persónuafslátt maka.
Auk þess þarf hann að tilgreina í hvaða skattþrepi reikna á skatt hans, ef ekki í því lægra.

Ofnýting á persónuafslætti Ríkisskattstjóri hefur heimild til að stöðva nýtingu persónuafsláttar launamanna komi til ofnýtingar. Með auknu samtímaeftirliti geta launagreiðendur í slíkum tilvikum átt von á að fá boð frá ríkisskattstjóra um að hætta notkun á persónuafslætti tiltekins launamanns tímabundið þangað til ofnýting hefur verið leiðrétt. Þegar launamaður lætur af störfum er mikilvægt að launagreiðandi skrái hann út úr launakerfi þannig að ef hann kemur aftur til starfa þurfi hann á ný að upplýsa launagreiðanda um nýtingu á persónuafslætti sínum.

Hvað á að gera við gömlu skattkortin?
Eftir 1. janúar 2016 þegar skattkort voru aflögð hafa þau enga merkingu fyrir launagreiðendur aðra en þá að vera staðfesting á því með hvaða hætti þeir launamenn sem hjá honum starfa hafi áður óskað eftir að persónuafsláttur þeirra yrði nýttur. Heimilt er að farga skattkortum þeirra sem starfa hjá launagreiðanda eftir að viðeigandi ráðstafanir hafa verið gerðar sem og skattkortum þeirra sem starfa ekki lengur hjá launagreiðanda.

Guðrún Guðmannsdóttir

Félagi í FBO Félagi Bókhaldsstofa


Guðrún var framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestfirðinga um árabil og hefur auk þess gengt stjórnarstöfum í ýmsum fyrirtækjum og félagasamtökum.

Bjarni Jóhannsson

Félagi í FBO Félagi Bókhaldsstofa


Bjarni sá um bókhaldsvinnslur á skrifstofu Lífeyrissjóðs Vestfirðinga Ísafirði á tímabilinu 1998 til og með árinu 2014.